Í tillögum SFA vegna bráðavandans er gert ráð fyrir Borgarlínu í BRT Lite gæðaflokki, í stað BRT Gold gæðaflokksins, sem gengið er út frá í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Auk margfalt lægri kostnaðar, er framkvæmdatími Borgarlínu BRT Lite, einnig nefnd Létta borgarlínan, mun styttri eða 3-5 ár, saman borið við 17-20 ár, verði Gold útfærslan fyrir valinu.

BRT Gold er nokkrum stærðarflokkum of stór fyrir höfuðborgarsvæðið miðað við íbúafjölda. Borgarlína í BRT Gold útfærslu getur því hvorki talist hagkvæmur né tímabær valkostur. Beinn samanburður leiðir enda í ljós að BRT Lite er alltaf hentugasti kosturinn, hvort heldur litið er til fjárfestinga, rekstrarkostnaðar eða kostnaðar-/ábatagreiningar.

Samanburður á BRT Gold og BRT Lite

Borgarlína BRT Gold

Hefðbundin útfærsla nýrra forgangsakreina (hægrisettar) til viðbótar við þær sem fyrir eru. Lengd forgangsakreina tekur mið af lengd biðraða bíla á álagstíma. Myndin sýni dæmigerða útfærslu fyrir BRT Lite á vegi með mislægum gatnamótum með hægrisetta forgangsakrein.

Borgarlína BRT Lite

Gold útfræslan gerir ráð fyrir um 40 km af samfelldum 1 + 1 forgangsakreinum (sérrými) í miðri götu eða á sérgötu til hliðar. Myndin sýnir möguleika á blandaðri lausn, þ.e. sérrými í miðeyju annars vegar og á götu til hliðar hins vegar á vegi með mislæg gatnamót.

Fjárfestingar

Myndin sýnir samanburð á árlegum fjárfestingum í innviðum Borgarlínu BRT Lite annars vegar og Gold hins vegar miðað við framkvæmdatíma. Heildarkostnaður vegna BRT Gold er tekinn úr samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Gera má því ráð fyrir að þessi heildarkostnaður verði margfalt hærri, að endurskoðun sáttmálans lokinni. Gangi það eftir verður nauðsynlegt að lengja framkvæmdatímann enn frekar, svo kljúfa megi kostnaðarhækkunina. Umferðartafir vegna BRT Gold munu aukast samfara fækkun akreina.

Rekstrarkostnaður

Myndin sýnir samanburð á rekstrarkostnaði innviða á ári vegna annars vegar BRT Gold og hins vegar BRT Lite. Auk þess sem Gold er margfalt dýrari í rekstri sökum umfangmeiri innviða, fylgir þeim valkosti umtalsverður viðbótarkostnaður vegna aukinna umferðartafa sem verða samfara fækkun akreina frá því sem nú er. Um hreina viðbót er að ræða við núverandi kostnað, sem nam vegna umferðartafa á árinu 2023 um 30-50 ma.kr. Varðandi rekstrarkostnað innviða á ári, þá er miðað við 2% af stofnkostnaði vegna viðhalds, snjómoksturs, hálkuvarna, hreinsunar o.fl. (sem er varlega áætlað). Rekstur vegna flutnings (fjöldi vagna) er hins vegar sambærilegur og hefur því ekki áhrif á þennan samanburð.

Ábata- og kostnaðargreining

Hlutfallið ábati / kostnaður (benefit-cost ratio) er mat á hagkvæmni.

  • Ábati farþega BRT-Lite er meiri fyrstu árin en eftir það verður ábati farþega BRT-Gold smám saman meiri.
  • BRT-Gold fækkar akreinum fyrir almenna umferð og framkvæmdir valda mikilli röskun á löngum framkvæmdtíma. Hvort tveggja veldur meiri umferðartöfum og neikvæðum ábata fyrir ökumenn og farþega bíla.
  • Kostnaður BRT-Lite er margfalt minni.

Heildarsamanburður á BRT Gold og BRT Lite

Scroll to Top