Reikningsvillur og rangtúlkanir Borgarlínustefnunnar

Skýrslan „Höf­uð­borg­ar­svæðið 2040“ frá 2014 var grund­vallar plagg fyrir svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015 – 2040. Þar eru kynntar niðurstöður úr sviðs­mynda­grein­ingu á því hvort hag­kvæmt væri að þétta byggð samhliða því að almenningssamgöngur yrðu ráðandi ferðavenja hjá fólki í stað einkabílsins. 

Þrjár meginsviðsmyndir

Sett voru mark­mið um breyttar ferða­venjur og þau tengd við mis­mun­andi þétt­ingu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sem grunn­við­mið, sviðs­mynd A, var reiknað með óbreyttu leiða­kerfi og rekstri strætó, 40% nýrra íbúða skyldi byggja innan skil­greindra byggða­marka og hlut­deild strætó í ferðum yrði óbreytt 4%. Sviðs­mynd C2 reikn­aði með að 100% nýrra íbúða innan byggða­marka, byggð yrði létt­lest og hún fengi 20% hlut­deild ferða sem er talið hæfi­legt til að rétt­læta slíka fram­kvæmd. Sviðs­mynd C1 var eins nema BRT-­Gold í stað létt­lest­ar. Milli­stig­ið, sviðs­mynd B1 fékk 80% nýrra íbúða, hágæða almenn­ings­sam­göngur í formi BRT-­Gold kerfis (stundum nefnt lest á gúmmí­hjól­um) með 12% hlut­deild ferða, sem er talið rétt­læta upp­setn­ing slíks kerf­is. Í sviðs­mynd B2 var létt­lest. Þá var reikn­aður var félags­legur kostn­aður og ábati af hverri sviðs­mynd.

Vafasamar forsendur

Ekki var reiknað með að það kost­aði íbú­ana neitt að þétta byggð­ina, en annað hefur komið í ljós. Þétt­ingin í Reykja­vík, eins og hún er fram­kvæmd hefur valdið mik­ill hækkun íbúða­verðs sem orðin er að sjálf­stæðu efna­hags­legu vanda­máli. Reikn­ing­arnir sýndu einnig að félags­legur kostn­aður (auk­inn ferða­tími) fólks vegna breyttra ferð­venja var svo hár að fólk hefði hrein­lega haldið áfram að nota bíl­inn fremur en hina nýju sam­göngu­tækni. Einnig var reiknað með að fólkið sem átti að nýta þess sam­göngu­tækni los­aði sig við bíl­inn sinn og fastur kostn­aður af honum reikn­aður til tekna. Með því móti fékkst hærri ábata úr dæm­inu fyrir sviðs­myndir B og C heldur en fékkst úr A. 

Reikningsvillur og rangtúlkanir

Í þessum reikn­ingum eru þannig þrjár villur sem hver um sig eru afger­andi fyrir nið­ur­stöð­una. Sú að þétt­ing byggðar kosti ekk­ert, að fólk noti almenn­ings­sam­göngur þrátt fyrir að tapa á því tíma og að það sama fólk losi sig við bíl­inn og fórni þannig þeim lífs­gæðum sem minnst er á í upp­hafi þess­arar greinar til þess eins að nota almenn­ings­sam­göng­ur. Sviðs­mynd­irnar B og C eru þar með óraun­hæft hug­ar­fóstur og end­ur­spegla ósk­hyggju. 

Vill­andi túlkun

Í sviðs­mynda­grein­ingu má skoða áhrif af því að ákveðin mark­mið um ferða­val fólks náist. Skýrslan er enda í upp­hafi sett upp til að meta þau áhrif, með það að markmiði að spá um breytilieka í hlut­deild almenn­ings­sam­gangna. En þegar nið­ur­stöð­urnar eru túlk­aðar eins og um umrædd spá væri raun­hæf, þá er það föls­un. Það að mark­miðs­setn­ingin er ekki raun­hæf spá kemur fram í útreikn­ing­unum sem nei­kvæður tíma­á­bati not­enda og er stað­fest m.a. í félags­legri grein­ingu COWI-­Mann­vits frá 2020.

Í skýrsl­unni segir að hinn reikn­aði ábati sem fæst út úr dæm­inu sé vegna bættra sam­ganga og styttri vega­lengda í þétt­ari byggð. Þetta er einnig rangt eins og sést þegar nið­ur­stöð­urnar eru rýnd­ar. Ábat­inn kemur fram vegna þess að áður nefndar þrjár villur kom­ast inn í dæm­ið. Með þess­ari túlkun er því verið að mis­nota sviðs­mynda­grein­ing­una.

Borgarlínan byggð á fölskun forsendum

Sú nýja sam­göngu­tækni sem sviðs­myndir B og C gerðu ráð fyrir var síðar skírð Borg­ar­lína og aug­lýst upp sem sér­lega glæsi­leg sam­göngu­bót og fegrandi fyrir borg­ar­um­hverf­ið, en allt eru það umbúðir sem gera lítið eða ekk­ert til að bæta líf fólks eða auka notkun á almenn­ings­sam­göng­um. Fólk velur ferða­máta sinn þannig að ferðin taki sem stystan tíma og þannig verður það áfram. Þá reglu er ekki bara hægt að snið­ganga eins og hún sé ekki til en það var gert.

Staðan nú

Nú eru liðin nokkur ár síðan það tók­st, með mis­notkun á sviðs­mynda­grein­ingu að telja mörgum ráða­mönnum trú um að Borg­ar­lína mundi leysa sam­göngu­vand­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá trú var þó aldrei hægt að verja mál­efna­lega, þess í stað var gripið til aug­lýs­inga­skrums. Því fór sem fór og málið fór í harðan póli­tískan hnút. 

Hvað sem pólitískum deilumlíður, þá getur Borgarlína ekki virkað til jafns á við þær aðgerðir sem til stóð að ráðast og mynda að stofni til þá innviðaskuld sem er undirrót umferðartafanna.

Þessar aðgerðir sem hafa verið látnar víkja fyrir Borgarlínunni eru m.a. mis­læg gatna­mót, fækkun og snjallvæðin umferðarljósa, hægristæðar forgangsakreinar fyrir Strætó og fjölgun akreina á álagspunktum. Allar eiga þessar aðgerðir það sameiginlegt að þær munu leysa sam­göngu­vanda höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, ólíkt Borgarlínunni sem þeim var þó hafnað fyrir.

Kynningarmyndir teknar af vef Borgarlínunnar

Scroll to Top