Mikill og vaxandi vandi í samgöngum
Mikill vandi ríkir í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, vegna stöðnunar sem ríkt hefur síðustu tvo áratugina á þessu mikilvæga sviði samfélagsins. Vandinn er bráður vegna þeirra félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu afleiðingar sem hann hefur í för með sér á nær öllum sviðum samfélagsins.
20 ára innviðaskuld
Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu hafa farið stöðugt vaxandi vegna þess, að lítið sem ekkert hefur verið gert til að bæta flæði umferðar um langt árabil. Svo fast hefur kveðið að í þessum efnum, að umferðartafir mælast nú allt að 100% á álagstímum. Ferðatími nær tvöfaldast. Þetta ófremdarástand hefur mikinn kostnað í för með sér eða um 30 til 50 ma.kr á ári.
Efnahagslega hlið vandans
Efnahagslega hlið vandans hefur að mörgu leyti verið vanmetin í hinni opinberu umræðu. Smávægilegar tafir þykja bara merki um öflugt atvinnulíf, svo framarlega sem fólk á leið til og frá vinnu tefst ekki meir en nemur vinnuvikunni árlega. En við samtals 35 til 37 klst. tafir á ári kemur brotpunktur. Meiri tafir fara að valda auknum ama hjá fólki og halda aftur af efnahagslegri starfsemi. Í Reykjavík urðu tafirnar 54 klst. árið 2023. Þær eru farnar að skaða verulega og munu vaxa hratt á næstu árum lengra upp fyrir brotpunktinn.
Áframhaldandi neikvæð þróun
Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu munu aukast verulega á næstu árum, samfara fólksfjölgun og fjölgun ferðamanna. Erfitt er að henda reiður á væntri fólksfjölgun, sem mun þó verða umtalsverð, óháð því hvort há-, mið- eða lágspá Hagstofunnar gengur eftir. Umferðin jókst sem dæmi um 6% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs samanborið við sömu mánuði í fyrra og mun aukast enn frekar verði ekkert að gert eða um allt að 40% til ársins 2034. Þetta þýðir að umferðatafir geta allt að því tvöfaldast frá því sem nú er verði ekkert að gert. Stjórnvöldum er full kunnugt um þennan vanda, eins og samgöngusáttmálinn ber glöggt vitni um. Heildarhönnun og framkvæmd hans tekur 15-20 ár og sá samningur mun þvi ekki leysa vandann í bráð.
Bráðavandinn í samgöngumálum
- Umferðatafnir mælast allt að 100% á álagstímum
- Umferðatafir kosta 30-50 ma.kr á ári
- Hratt vaxandi bráðavandi sökum stöðnunar i framkvæmdum
- Bílaumferð mun aukast um allt að 40% á næstu 10 árum
- Umferðartafir gætu allt að tvöfaldast ef engar úrbætur á næstu árum
- Það tekur um 15 ár að ljúka við uppbyggingu Borgarlínukerfis
- Sundabraut verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi 2031
- Líklega 10 ár þar til Miklubrautargöng verða tekin í notkun
- Hvað er til ráða?
Tillögur til úrbóta bráðavandanum
- Nýtt leiðakerfi Strætó með aukinni ferðatíðni á stofnleiðum. Mest áríðandi sérakreinum verði flýtt.
- Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Bústaðaveg.
- Mislæg gatnamót á Sæbraut við Skeiðarvog/ Kleppsmýrarveg. Sæbraut lækkuð í landi. Vegbrú getur verið hluti af Sæbrautarstokk eða gangnamunna að Sundagöngum.
- Einföld og ódýr mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut við Miklubraut. 4 akreinar Kringlumýrarbrautar lækkaðar í landi með stoðveggjum til hliðar og lögð undir Miklubraut.
- Breikka Kringlumýrarbraut norðan Bústaðavegar í 6 akreinar. Til að auka flutningsgetu Kringlumýrarbrautar verði vinstri beygjur inn í Hamrahlíð og Listabraut bannaðar. Byggja undirgöng/göngubrú við Hamrahlíð.
- Breikka Kringlumýrarbraut frá Bústaðavegi að Nýbýlavegi í 8 akreinar.
- Breikka Hafnarfjarðarveg frá Nýbýlavegi að Arnarnesvegi í 6 akreinar.
- Breikka Reykjanesbraut frá Breiðholtsbraut að Álftanesvegi (eða jarðgöngum undir Setberg) í 6 akreinar.
- Sundabraut.
- Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Álftanesvegi. Bera saman valkost um mislæg gatnamót/stokk við valkost um jarðgöng undir Setberg. SFA telur að jarðgöng séu álitlegasti kosturinn.
- Hafnarfjarðarvegur í stokk í Garðabæ.
- Arnarnesvegur og mislæg gatnamót á Breiðholtsbraut.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar sunnan og austan við Bæjarháls.
Aukin áhersla á vegaframkvæmdir
Í tillögum SFA er lögð meiri áhersla á framkvæmdir við vegi en í samgöngusáttmálanum. Ástæður þess eru í megindráttum eftirtaldar:
- Spáð er mikilli fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu
- Það ásamt fjölgun ferðamanna leiðir til mikillar aukningar á bílaumferð
- Borgarlínan leiðir aðeins til þess að bílaumferð verði um 2 – 3 % minni en ella 2040
- Með því að velja Léttu borgarlínuna er unnt að verja allt að 100 ma.kr meira í uppbyggingu vega á höfuðborgarsvæðinu
- Umferðartafir verða mun minni en ella
Litið til lengri tíma
- Aka þarf flutningsgetu þjóðvegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu með jarðgöngum
- Jarðgöng taka allt að 10 ár í undirbúningi og framkvæmd. Hefja þarf því rannsóknir og undirbúning strax og huga að áfangaskiptingu.
Reykjavík gefur París, Kaupmannahöfn og London ekki mikið eftir í umferðartöfum.
Mannfjöldaspár eru á einn veg enda þótt óljóst er hversu mikil fjölgunin verður.
Yfirlitsmynd yfir tillögur SFA vegna bráðavandans
Dæmigerð mislæg gatnamót og hægristæð forgangsakrein.
Tillaga Vegagerðarinnar um mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut