Fjárfestingar
Myndin sýnir samanburð á árlegum fjárfestingum í innviðum Borgarlínu BRT Lite annars vegar og Gold hins vegar miðað við framkvæmdatíma. Heildarkostnaður vegna BRT Gold er tekinn úr samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Gera má því ráð fyrir að þessi heildarkostnaður verði margfalt hærri, að endurskoðun sáttmálans lokinni. Gangi það eftir verður nauðsynlegt að lengja framkvæmdatímann enn frekar, svo kljúfa megi kostnaðarhækkunina. Umferðartafir vegna BRT Gold munu aukast samfara fækkun akreina.
Rekstrarkostnaður
Myndin sýnir samanburð á rekstrarkostnaði innviða á ári vegna annars vegar BRT Gold og hins vegar BRT Lite. Auk þess sem Gold er margfalt dýrari í rekstri sökum umfangmeiri innviða, fylgir þeim valkosti umtalsverður viðbótarkostnaður vegna aukinna umferðartafa sem verða samfara fækkun akreina frá því sem nú er. Um hreina viðbót er að ræða við núverandi kostnað, sem nam vegna umferðartafa á árinu 2023 um 30-50 ma.kr. Varðandi rekstrarkostnað innviða á ári, þá er miðað við 2% af stofnkostnaði vegna viðhalds, snjómoksturs, hálkuvarna, hreinsunar o.fl. (sem er varlega áætlað). Rekstur vegna flutnings (fjöldi vagna) er hins vegar sambærilegur og hefur því ekki áhrif á þennan samanburð.
Ábata- og kostnaðargreining
Hlutfallið ábati / kostnaður (benefit-cost ratio) er mat á hagkvæmni.
- Ábati farþega BRT-Lite er meiri fyrstu árin en eftir það verður ábati farþega BRT-Gold smám saman meiri.
- BRT-Gold fækkar akreinum fyrir almenna umferð og framkvæmdir valda mikilli röskun á löngum framkvæmdtíma. Hvort tveggja veldur meiri umferðartöfum og neikvæðum ábata fyrir ökumenn og farþega bíla.
- Kostnaður BRT-Lite er margfalt minni.
Heildarsamanburður á BRT Gold og BRT Lite