Skýrslan „Höfuðborgarsvæðið 2040“ frá 2014 var grundvallar plagg fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2040. Þar eru kynntar niðurstöður úr sviðsmyndagreiningu á því hvort hagkvæmt væri að þétta byggð samhliða því að almenningssamgöngur yrðu ráðandi ferðavenja hjá fólki í stað einkabílsins.
Þrjár meginsviðsmyndir
Sett voru markmið um breyttar ferðavenjur og þau tengd við mismunandi þéttingu höfuðborgarsvæðisins. Sem grunnviðmið, sviðsmynd A, var reiknað með óbreyttu leiðakerfi og rekstri strætó, 40% nýrra íbúða skyldi byggja innan skilgreindra byggðamarka og hlutdeild strætó í ferðum yrði óbreytt 4%. Sviðsmynd C2 reiknaði með að 100% nýrra íbúða innan byggðamarka, byggð yrði léttlest og hún fengi 20% hlutdeild ferða sem er talið hæfilegt til að réttlæta slíka framkvæmd. Sviðsmynd C1 var eins nema BRT-Gold í stað léttlestar. Millistigið, sviðsmynd B1 fékk 80% nýrra íbúða, hágæða almenningssamgöngur í formi BRT-Gold kerfis (stundum nefnt lest á gúmmíhjólum) með 12% hlutdeild ferða, sem er talið réttlæta uppsetning slíks kerfis. Í sviðsmynd B2 var léttlest. Þá var reiknaður var félagslegur kostnaður og ábati af hverri sviðsmynd.
Vafasamar forsendur
Ekki var reiknað með að það kostaði íbúana neitt að þétta byggðina, en annað hefur komið í ljós. Þéttingin í Reykjavík, eins og hún er framkvæmd hefur valdið mikill hækkun íbúðaverðs sem orðin er að sjálfstæðu efnahagslegu vandamáli. Reikningarnir sýndu einnig að félagslegur kostnaður (aukinn ferðatími) fólks vegna breyttra ferðvenja var svo hár að fólk hefði hreinlega haldið áfram að nota bílinn fremur en hina nýju samgöngutækni. Einnig var reiknað með að fólkið sem átti að nýta þess samgöngutækni losaði sig við bílinn sinn og fastur kostnaður af honum reiknaður til tekna. Með því móti fékkst hærri ábata úr dæminu fyrir sviðsmyndir B og C heldur en fékkst úr A.
Reikningsvillur og rangtúlkanir
Í þessum reikningum eru þannig þrjár villur sem hver um sig eru afgerandi fyrir niðurstöðuna. Sú að þétting byggðar kosti ekkert, að fólk noti almenningssamgöngur þrátt fyrir að tapa á því tíma og að það sama fólk losi sig við bílinn og fórni þannig þeim lífsgæðum sem minnst er á í upphafi þessarar greinar til þess eins að nota almenningssamgöngur. Sviðsmyndirnar B og C eru þar með óraunhæft hugarfóstur og endurspegla óskhyggju.
Villandi túlkun
Í sviðsmyndagreiningu má skoða áhrif af því að ákveðin markmið um ferðaval fólks náist. Skýrslan er enda í upphafi sett upp til að meta þau áhrif, með það að markmiði að spá um breytilieka í hlutdeild almenningssamgangna. En þegar niðurstöðurnar eru túlkaðar eins og um umrædd spá væri raunhæf, þá er það fölsun. Það að markmiðssetningin er ekki raunhæf spá kemur fram í útreikningunum sem neikvæður tímaábati notenda og er staðfest m.a. í félagslegri greiningu COWI-Mannvits frá 2020.
Í skýrslunni segir að hinn reiknaði ábati sem fæst út úr dæminu sé vegna bættra samganga og styttri vegalengda í þéttari byggð. Þetta er einnig rangt eins og sést þegar niðurstöðurnar eru rýndar. Ábatinn kemur fram vegna þess að áður nefndar þrjár villur komast inn í dæmið. Með þessari túlkun er því verið að misnota sviðsmyndagreininguna.
Borgarlínan byggð á fölskun forsendum
Sú nýja samgöngutækni sem sviðsmyndir B og C gerðu ráð fyrir var síðar skírð Borgarlína og auglýst upp sem sérlega glæsileg samgöngubót og fegrandi fyrir borgarumhverfið, en allt eru það umbúðir sem gera lítið eða ekkert til að bæta líf fólks eða auka notkun á almenningssamgöngum. Fólk velur ferðamáta sinn þannig að ferðin taki sem stystan tíma og þannig verður það áfram. Þá reglu er ekki bara hægt að sniðganga eins og hún sé ekki til en það var gert.
Staðan nú
Nú eru liðin nokkur ár síðan það tókst, með misnotkun á sviðsmyndagreiningu að telja mörgum ráðamönnum trú um að Borgarlína mundi leysa samgönguvandann á höfuðborgarsvæðinu. Þá trú var þó aldrei hægt að verja málefnalega, þess í stað var gripið til auglýsingaskrums. Því fór sem fór og málið fór í harðan pólitískan hnút.
Hvað sem pólitískum deilumlíður, þá getur Borgarlína ekki virkað til jafns á við þær aðgerðir sem til stóð að ráðast og mynda að stofni til þá innviðaskuld sem er undirrót umferðartafanna.
Þessar aðgerðir sem hafa verið látnar víkja fyrir Borgarlínunni eru m.a. mislæg gatnamót, fækkun og snjallvæðin umferðarljósa, hægristæðar forgangsakreinar fyrir Strætó og fjölgun akreina á álagspunktum. Allar eiga þessar aðgerðir það sameiginlegt að þær munu leysa samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins, ólíkt Borgarlínunni sem þeim var þó hafnað fyrir.